Fara í innihald

Missile Command

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spilakassi með Missile Command.

Missile Command er tölvuleikur sem Atari setti á markað fyrir spilakassa árið 1980. Í leiknum eru borgir neðst á skjánum. Ofan frá koma síðan sprengjur úr ýmsum áttum. Leikmaður á að reyna að eyða sprengjunum áður en þær ná niður að borgunum með því að hreyfa mið um skjáinn með stýrikúlu og ýta á einn af þremur tökkum. Þá fer gagnflaug af stað frá einum af þremur skotstöðum neðst á skjánum sem springur þar sem miðið var og eyðir sprengjum sem eru innan færis. Leikurinn líkir þannig eftir eldflaugavarnarkerfi í kjarnorkustríði. Höfundur leiksins er bandaríski leikjahönnuðurinn Dave Theurer.

Wikipedia
Wikipedia
  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.