Fara í innihald

Misheyrn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Misheyrn er það þegar manni misheyrist eitthvað sem einhver segir. Misheyrnir geta við vissar aðstæður valdið alvarlegum misskilningi, en eru þó oftast efni hinna ýmsu gamansagna. Mjög algengt er að mönnum misheyrist hendingar í dægurlagatextum.

Dæmi um misheyrnir í samtölum[breyta | breyta frumkóða]

  • Hann var valmenni - misheyrðist sem - Hann var varmenni
  • Ertu ekki með öllum mjalla (sagt við konu sem hét Halla) - misheyrðist sem - Ertu ekki með öllum, Halla?
  • Sjáðu hvað ég gerði! - misheyrðist sem - Sjáðu, ég er í dulargervi
  • Unglingar eru með brigðult minni. - misheyrðist sem - Unglingar eru með brauð í munni.

Dæmi um misheyrnir í dægurlagatextum[breyta | breyta frumkóða]

  • Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn - misheyrðist sem - Ríðum, ríðum rekum við í sandinn.
  • Fram í heiðanna ró, fann ég bólstað og bjó - misheyrðist sem - Fram í heiðanna ró fann ég bólstraðan stól

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]