Mirra Komarovsky
Mirra Komarovsky (5. febrúar 1905 – 30. janúar 1999) var bandarískur félagsfræðingur og frumkvöðull í rannsóknum á félagsfræði kyns.
Komarovsky fæddist inn í gyðingafjölskyldu í Bakú, sem þá var hluti af Rússaveldi. Fjölskyldan flúði undan rússnesku byltingunni 1917 og settust að í Wichita í Kansas. Hún komst inn í Barnard College í New York og fór þaðan í Columbia-háskóla þar sem hún fékk rannsóknarstöðu hjá Paul Lazarsfeld. Doktorsritgerð hennar fjallaði um atvinnulausa karlmenn og byggðist á eigindlegum rannsóknum á 59 fjölskyldum. Mikið af rannsóknum hennar byggðust á hugmyndinni um menningartöf: að menningarleg viðhorf til kynhlutverka væru eftir á miðað við þróun samfélagsins. Seinna fékk hún stöðu við Barnard College og leiddi þar kennslu í kvennafræðum frá 1978 til 1992. Árið 1973 varð hún önnur konan til að gegna stöðu forseta Bandarísku félagsfræðisamtakanna.