Fara í innihald

Mirra Komarovsky

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mirra Komarovsky árið 1926.

Mirra Komarovsky (5. febrúar 190530. janúar 1999) var bandarískur félagsfræðingur og frumkvöðull í rannsóknum á félagsfræði kyns.

Komarovsky fæddist inn í gyðingafjölskyldu í Bakú, sem þá var hluti af Rússaveldi. Fjölskyldan flúði undan rússnesku byltingunni 1917 og settust að í Wichita í Kansas. Hún komst inn í Barnard College í New York og fór þaðan í Columbia-háskóla þar sem hún fékk rannsóknarstöðu hjá Paul Lazarsfeld. Doktorsritgerð hennar fjallaði um atvinnulausa karlmenn og byggðist á eigindlegum rannsóknum á 59 fjölskyldum. Mikið af rannsóknum hennar byggðust á hugmyndinni um menningartöf: að menningarleg viðhorf til kynhlutverka væru eftir á miðað við þróun samfélagsins. Seinna fékk hún stöðu við Barnard College og leiddi þar kennslu í kvennafræðum frá 1978 til 1992. Árið 1973 varð hún önnur konan til að gegna stöðu forseta Bandarísku félagsfræðisamtakanna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.