Minnþak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Minnþak (Gelíska: min-: hveiti [1]) er fæða sem sagt er frá í Landnámu. Á siglingu sinni til Íslands urðu Ingólfur og Hjörleifur vatnslitlir, og tóku þá írskir þrælar það til bragðs að hnoða saman smjöri og mjöli og kölluðu hnoðninginn minnþak, sögðu mönnum að éta og „kváðu eigi þorstlátt“. Þessum atburði tengist nafn á höfninni, sem venjulega er kölluð Minþakseyri.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Orðabók Cleasby/Vigfusson
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.