Mini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Morris Mini-Minor

Mini er lítill smábíll sem framleiddur var af British Motor Corporation (BMC) og arftökum þeirra frá 1959 til 2000. Bíllinn er talinn tákn um breska menningu frá sjöunda áratugnum. Hönnun hans hafði áhrif á heila kynslóð bílahönnuða. Mini er framdrifinn sem sparar pláss þannig að 80% flatarmáls gólfsins má nota fyrir farþega og farangur. Sumir telja bílinn breska útgáfu af Volkswagen Bjöllu sem var jafn vinsæl og Mini í Norður-Ameríku. Árið 1999 var Mini kosinn annar áhrifamesti bíll 20. aldar en í fyrsta sæti var Ford T.

Bílahönnuðurinn Alec Issigonis teiknaði bílinn fyrir BMC en hann var framleiddur í verksmiðjum í Longbridge og Cowley á Englandi og í Sydney í Ástralíu og seinna í öðrum löndum. Þrjár nýjar útgáfur af Mini voru framleiddar og seldar á Englandi og voru ýmsar gerðir af þessum útgáfum, þar á meðal skutbíll, pallbíll, vörubíll og jeppi. Auk þessara gerða voru Mini Cooper og Cooper „S“ útgáfurnar, sem báðar voru sportbílar og vinsælar í rallakstri. Í fyrstu var Mini seldur undir merkjunum Austin og Morris en síðar varð Mini sér merki. Hann var seldur aftur undir merkinu Austin á níunda áratugnum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.