Minho

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Áin Minho er lengsta á Galíseu, Spáni eða 310 kílómetra löng.

Áin kallast Minho á portúgölsku en Miño á spænsku og koma bæði nöfnin frá latneska orðinu Minius. Minho er notuð til að vökva vínekrur og ræktarlönd, keyra orkuver og sem náttúruleg aðgreining milli Spánar og Portúgals á um 80 kílómetra svæði.

Uppspretta árinnar er um 50 kílómetra norður af Lugo í Galíseu.