Fara í innihald

Miklatorg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Miklatorg var stórt hringtorg á gatnamótum Hringbrautar, Miklubrautar, Snorrabrautar, og Bústaðavegar í Reykjavík. Landspítalinn við Hringbraut var í nágrenni við torgið. Borgaryfirvöld ákváðu að leggja niður Miklatorg 1989 og taka í staðinn upp gatnamót með umferðarljósum, þar sem Bústaðavegur kemur inn á torgið og tengist Snorrabraut. Síðar var þeim breytt í mislæg gatnamót.

Hagkaup hóf starfsemi sína árið 1959 í gömlu fjósi og hlöðu við Miklatorg.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.