Mikael Åkerfeldt
Lars Mikael Åkerfeldt (f. 17. apríl 1974) er sænskur tónlistarmaður sem er þekktastur fyrir að vera aðalsöngvari, gítarleikari og lagahöfundur sænsku framúrstefnuþungarokkssveitarinnar Opeth. Hann er fjölhæfur og notar dauðarokks og hreinan söng í verkum sínum.
Åkerfeldt hefur unnið með ýmsum hljómsveitum, aðallega sænskum, eins og dauðarokksgrúppunum Bloodbath, Edge of Sanity og Katatonia. Hann er vinur Steven Wilson úr ensku hljómsveitinni Porcupine Tree og saman voru þeir með verkefnið Storm Corrosion.
Árið 2022 gerði hann tónlistina við Netflix-seríuna Clark sem fjallaði m.a. um bankaránið á Norrmalmstorgi.
Åkerfeldt er ákafur vínylsafnari og áhugamaður um framsækið rokk.
Plötur
[breyta | breyta frumkóða]Með Opeth
[breyta | breyta frumkóða]- Sjá Opeth
Með Katatonia
[breyta | breyta frumkóða]- Brave Murder Day (1996) – Dauðarokksraddir
- Sounds of Decay (1997) – Dauðarokksraddir
- Discouraged Ones (1998) – bakraddir, upptökur á söng
- Tonight's Decision (1999) – Upptökustjórnun á söng
- Brave Yester Days (2004) – Dauðarokksraddir og upptökur
- The Black Sessions (2005) – bakraddir og upptökustjórn
Með Bloodbath
[breyta | breyta frumkóða]- Breeding Death (2000, EP)
- Resurrection Through Carnage (2002)
- The Wacken Carnage (2008, tónleikar CD/DVD)
- Unblessing the Purity (2008)
- The Fathomless Mastery (2008)
- Bloodbath over Bloodstock (2011, tónleikar DVD)
Með Edge of Sanity
[breyta | breyta frumkóða]- Crimson (1996)
Með Storm Corrosion
[breyta | breyta frumkóða]Storm Corrosion (2012)
Sóló
[breyta | breyta frumkóða]Tónlist fyrir Netflix-þáttaröðina Clark. (2022)