Dvergsteinbrjótur
Útlit
(Endurbeint frá Micranthes tenuis)
Dvergsteinbrjótur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Micranthes tenuis (Wahlenb.) Small | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Listi
|
Dvergsteinbrjótur (fræðiheiti: Micranthes tenuis[1]) er blómplanta sem finnst á norðurslóðum norðurhvels.[2] Gamla heitið Saxifraga tenuis er enn notað í blómabókum enda er ættkvíslin Micranthes nokkuð nýlega aðskilin steinbrjótum.[3]
Á Íslandi finnst hann til fjalla víða um landið.
Dvergsteinbrjótur vex á rökum klettum eða urðum. Er lágvaxin planta (2–8 sm) með blöðin í hvirfingu neðst. Blómstöngullinn er beinn með fáum blómum efst. Hann blómgast í júlí.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2014). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. Sótt 31 mars 2023.
- ↑ „Micranthes tenuis (Wahlenb.) Small | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 31. mars 2023.
- ↑ Douglas E. Soltis; Robert K. Kuzoff; Elena Conti; Richard Gornall; Keith Ferguson (1996). „matK and rbcL gene sequence data indicate that Saxifraga (Saxifragaceae) is polyphyletic“. American Journal of Botany. 83 (3): 371–382. doi:10.2307/2446171.
- ↑ Dvergsteinbrjótur Flóra Íslands. Skoðað 31. mars, 2023
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Dvergsteinbrjótur.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Micranthes tenuis.