Fara í innihald

Michael Irby

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michael Irby
Michael Irby 2019
Michael Irby 2019
Upplýsingar
FæddurMichael Clinton Irby
16. nóvember 1972 (1972-11-16) (52 ára)
Ár virkur1997 -
Helstu hlutverk
Amiel Macarthur í Line of Fire
Charles Grey í The Unit
Zizi í Fast Five

Michael Irby (fæddur Michael Clinton Irby, 16. nóvember 1972) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Unit, Fast Five og Line of Fire.

Irby fæddist í Palm Springs, Kaliforníu[1] en ólst upp í Cabazon, Kaliforníu.[2] Hann stundaði nám við American Academy of Dramatic Arts í New York.

Irby spilaði fótbolta í Evrópu sem meðlimur Team USA áður en hann þurfti að hætta vegna meiðsla.[3]

Irby er giftur Susan Matus og saman eiga þau eitt barn.[4]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Irby var árið 1997 í Law & Order. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: Miami, 24, NCIS: Los Angeles, Chase, CSI: NY og Bones. Árið 2003 þá var honum boðið hlutverk í Line of Fire sem Amiel Macarthur, sem hann lék til ársins 2004. Lék síðan eitt af aðalhlutverkunum í The Unit sem Charles Grey frá 2006-2009.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Irby var árið 1997 í Silent Prey. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Piñero, Flightplan, Law Abiding Citizen, Faster og Fast Five.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1997 Silent Prey Aðstoðarsaksóknarinn Oniz
2001 Mourning Glory Luis
2001 Piñero Reinaldo Povod
2001 The Last Castle Enriquez
2003 Klepto Marco
2005 Once Upon a Wedding Luis
2005 Flightplan Obaid
2007 Final Draft Elijah
2009 Law Abiding Citizen Rannsóknarfulltrúinn Garza
2010 Louis Robichaux
2010 Faster Vaquero
2011 Butterfly Niko
2011 Fast Five Zizi
2012 Duke Evelio Kvikmyndatökum lokið
2012 Bolden Robichaux Í eftirvinnslu
2012 K-11 Liðþjálfinn Hernandez Í eftirvinnslu
2012 Dirty People Robert Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1997-2000 Law & Order Boca/Diego Garza/John Acosta 3 þættir
2002 MDs Jaime Lopez 2 þættir
2002 Haunted Dante 6 þættir
2002 CSI: Miami Ignatio Paez Þáttur: Breathless
2003-2004 Line of Fire Amiel Macarthur 13 þættir
2006-2009 The Unit Charles Grey 68 þættir
2009 Raising the Bar Wilfredo Villamaria Þáttur: Trout Fishing
2010 NCIS: Los Angeles Montrell Perez Þáttur: Past Lives
2010 24 Adrion Bishop 2 þættir
2010 Lie to Me Ronnie Bacca Þáttur: React to Contact
2011 Chase Fulltrúinn Feliz Perez 2 þættir
2011 The Cape Poker Face/Tommy Malinari Þáttur: Razer
2004-2011 CSI: NY Kenny Hexton/Eduardo 2 þættir
2011 Bones Lögreglumaður Þáttur: The Change in the Game
2011 The Protector Roberto Casas Þáttur: Blood
2011 The Good Wife Ricky Parker Þáttur: Death Row Tip
2011 Prime Suspect ónefnt hlutverk Þáttur: The Great Wall of Silence

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ævisaga Michael Irby á TVGuide síðunni
  2. Ævisaga Michael Irby á IMDB síðunni
  3. Ævisaga Michael Irby á IMDB síðunni
  4. „A Different Kind of Unit Wife, at TheUnitHQ.com“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. maí 2009. Sótt 11. október 2008.