Michael Guigou
Jump to navigation
Jump to search
Þetta æviágrip sem tengist handknattleik og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Michael Guigou (fæddur 28. janúar 1982 í Apt) er franskur handknattleiksmaður, sem leikur fyrir Montpellier HB.
Guigou er hornamaður í franska karlalandsliðinu í handknattleik. Með franska landsliðinu vann hann til gullverðlauna á sumarólympíuleikunum í Beijing árið 2008, á heimsmeistaramótinu í handknattleik árið 2009 og á Evrópumeistaramótinu í handknattleik árið 2010. Hann var markahæstur Frakka í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu árið 2009 með tíu mörk (þar af sjö mörk úr sjö vítaskotum) og var markahæstur Frakka á mótinu með 52 mörk.
