Miðgarður (félagsheimili)
Útlit
Félagsheimilið Miðgarður í Varmahlíð hefur verið miðstöð menningarlífs í framanverðum Skagafirði um langa tíð. Félagsheimilið var vígt 15. ágúst 1967. Þar hafa mörg sveitaböll farið fram og oft verið mikið fjölmenni.
Í Miðgarði á Karlakórinn Heimir aðsetur sitt. Húsið var einnig notað til kennslu um skeið og þar hafa verið settar upp leiksýningar og haldnar ýmiss konar skemmtanir. Húsið var opnað að nýju eftir gagngerar endurbætur vorið 2009 og heitir nú Menningarhúsið Miðgarður. Í húsinu er Stefánsstofa, helguð Stefáni Íslandi.