Miðbaugsskírn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miðbaugsskírn um borð í frönsku freigátunni Méduse árið 1816

Miðbaugsskírn eða línuskírn er innvígsluathöfn sem hefð er fyrir að halda þegar sjómaður siglir yfir miðbaug í fyrsta skipti. Siðurinn varð til á herskipum breska og hollenska flotans skömmu eftir 1800 og er talinn hafa þróast út frá sambærilegum athöfnum á spænskum, portúgölskum og ítölskum skipum þegar farið var fyrir tiltekna höfða á siglingaleiðinni. Miðbaugsskírnir eru nú til dags einkum haldnar á herskipum, á seglskútum og skemmtiferðaskipum.

Athöfnin fer þannig fram að áhafnarmeðlimir fara í gervi Neptúnusar og hirðar hans. Meðal hirðmanna Neptúnusar eru stundum þjóðsagnapersónan Davy Jones og gríska sjávargyðjan Amfítríte. Nýliðarnir eru síðan „vígðir“ inn í „leyndardóma hafsins“ með ýmsum hætti. Stundum er skítugu vatni steypt yfir þá og stundum eru þeir látnir fara útbyrðis. Á herskipum getur athöfnin verið mjög harkaleg þar sem nýliðar eru barðir með reipum og spýtum til að prófa þá. Dæmi eru um að sjóliðar hafi slasast eða látist í miðbaugsskírn. Vegna þess hafa flestar flotadeildir sett strangar reglur um miðbaugsskírnir og sjóliðum er frjálst að hafna þátttöku í þeim.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]