Megalyn Echikunwoke
Megalyn Echikunwoke | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Megalyn Ann Echikunwoke 28. maí 1983 |
Ár virk | 1998 - |
Helstu hlutverk | |
Tara Price í CSI: Miami Nicole Palmer í 24 Isabella Tyler í The 4400 |
Megalyn Ann Echikunwoke (fædd 28. maí 1983) er bandarísk leikkona og hefur meðal annars komið fram í 24, The 4400 og í CSI: Miami.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Echikunwoke fæddist í Spokane, Washington en er alin upp í Navajo Nation, á Indíána verndarsvæðunum í Chinle í Arizona. Faðir hennar er nígerískur og móðir hennar er amerísk.[1] Á hún bróður að nafni Miki og systur að nafni Misty.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Echikunwoke var hluti af sjónvarpsþættinum The 4400, þar sem hún lék eldri útgáfuna af hinni dularfullu Isabelle Tyler í byrjun þriðju þáttaraðar en yfirgaf þáttinn árið 2007.
Echikunwoke hefur einnig komið fram í MTV sápuóperunni Spyder Games sem Cherish Pardee og sem Danika í Like Family.
Hefur hún komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: The Steve Harvey Show, Boston Public, ER, What I Like About You, Buffy the Vampire Slayer, That '70s Show, Veronica Mars og Supernatural.
Lék hún Nicole Palmer í fyrstu þáttaröðinni af 24.
Í sjöundu þáttaröð af CSI: Miami (2008) þá fékk hún hlutverkið sem Réttarlæknirinn Dr. Tara Price. Var hún skrifuð út í enda þáttarins „Dissolved“ (7-24), þegar Tara var tekin af Ryan Wolfe fyrir að hafa stolið pillum af sjúklingum.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1999 | Funny Valentines | Lauren | |
2004 | Great Lenghts | Elena | |
2004 | Camjackers | Sista Strada meðlimur | |
2008 | Fix | Carmen | |
2008 | Who Do You Love | Ivy Mills | |
2011 | Free Hugs | Megan | |
2011 | Damsels in Distress | Rose | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1998 | Creature | Elizabeth | Sjónvarpsmynd |
1998 | The Steve Harvey Show | Allison Hightower | Þáttur: Uncle Steve |
2000 | Malibu, CA | Randy | Þáttur: Three Dudes and a Baby |
2001 | Spyder Games | Cherish Pardee | 65 þættir |
2001 | Boston Public | ónefnt hlutverk | Þáttur: Chapter Twenty-Four |
2002 | B.S. | Shannon Cross | Sjónvarpsmynd |
2002 | Sheena | Janel | Þáttur: Coming to Africa |
2002 | ER | Terry Welch | Þáttur: Bygones |
2001-2002 | 24 | Nicole Palmer | 6 þættir |
2002 | For the People | Claudia Gibson | ónefndir þættir |
2002 | What I Like About You | Karen | Þáttur: The Parrot Trap |
2003 | Vampírubaninn Buffy | Vaughne | Þáttur: The Killer in Me |
2003-2004 | Like Family | Danika Ward | 23 þættir |
2004 | Veronica Mars | Debbie/Rain | Þáttur: Drinking the Kool-Aid |
2005 | Hitched | Christina | Sjónvarpsmynd |
2004-2005 | That 70´s Show | Angie Barnett | 8 þættir |
2006 | Supernatural | Cassie Robinson | Þáttur: Route 666 |
2006-2007 | The 4400 | Isabelle Tyler | 25 þættir |
2008 | The Game | Cheyenne | Þáttur: Take These Vows and Show ´Em! |
2008-2009 | CSI: Miami | Dr. Tara Price | 23 þættir |
2009 | Raising the Bar | Amelia Mkali | 3 þættir |
2009 | Law & Order: Special Victims Unit | Nicole Gleason | Þáttur: Anchor |
2012 | Beautiful People | Monica | Sjónvarpsmynd |
2011-2012 | 90210 | Holly Strickler | 7 þættir |
2012 | House of Lies | April | 5 þættir |
2012 | Made in Jersey | Riley Parker | 2 þættir |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „The 4400 - Isabelle Tyler character, actress and tv show information“. NBC Universal. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2007. Sótt 11. desember 2007.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Megalyn Echikunwoke“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. mars 2010.
- Megalyn Echikunwoke á IMDb