Fara í innihald

Megalyn Echikunwoke

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Megalyn Echikunwoke
Megalyn Echikunwoke, 2016
Megalyn Echikunwoke, 2016
Upplýsingar
FæddMegalyn Ann Echikunwoke
28. maí 1983 (1983-05-28) (41 árs)
Ár virk1998 -
Helstu hlutverk
Tara Price í CSI: Miami
Nicole Palmer í 24
Isabella Tyler í The 4400

Megalyn Ann Echikunwoke (fædd 28. maí 1983) er bandarísk leikkona og hefur meðal annars komið fram í 24, The 4400 og í CSI: Miami.

Echikunwoke fæddist í Spokane, Washington en er alin upp í Navajo Nation, á Indíána verndarsvæðunum í Chinle í Arizona. Faðir hennar er nígerískur og móðir hennar er amerísk.[1] Á hún bróður að nafni Miki og systur að nafni Misty.

Echikunwoke var hluti af sjónvarpsþættinum The 4400, þar sem hún lék eldri útgáfuna af hinni dularfullu Isabelle Tyler í byrjun þriðju þáttaraðar en yfirgaf þáttinn árið 2007.

Echikunwoke hefur einnig komið fram í MTV sápuóperunni Spyder Games sem Cherish Pardee og sem Danika í Like Family.

Hefur hún komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: The Steve Harvey Show, Boston Public, ER, What I Like About You, Buffy the Vampire Slayer, That '70s Show, Veronica Mars og Supernatural.

Lék hún Nicole Palmer í fyrstu þáttaröðinni af 24.

Í sjöundu þáttaröð af CSI: Miami (2008) þá fékk hún hlutverkið sem Réttarlæknirinn Dr. Tara Price. Var hún skrifuð út í enda þáttarins „Dissolved“ (7-24), þegar Tara var tekin af Ryan Wolfe fyrir að hafa stolið pillum af sjúklingum.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1999 Funny Valentines Lauren
2004 Great Lenghts Elena
2004 Camjackers Sista Strada meðlimur
2008 Fix Carmen
2008 Who Do You Love Ivy Mills
2011 Free Hugs Megan
2011 Damsels in Distress Rose
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1998 Creature Elizabeth Sjónvarpsmynd
1998 The Steve Harvey Show Allison Hightower Þáttur: Uncle Steve
2000 Malibu, CA Randy Þáttur: Three Dudes and a Baby
2001 Spyder Games Cherish Pardee 65 þættir
2001 Boston Public ónefnt hlutverk Þáttur: Chapter Twenty-Four
2002 B.S. Shannon Cross Sjónvarpsmynd
2002 Sheena Janel Þáttur: Coming to Africa
2002 ER Terry Welch Þáttur: Bygones
2001-2002 24 Nicole Palmer 6 þættir
2002 For the People Claudia Gibson ónefndir þættir
2002 What I Like About You Karen Þáttur: The Parrot Trap
2003 Vampírubaninn Buffy Vaughne Þáttur: The Killer in Me
2003-2004 Like Family Danika Ward 23 þættir
2004 Veronica Mars Debbie/Rain Þáttur: Drinking the Kool-Aid
2005 Hitched Christina Sjónvarpsmynd
2004-2005 That 70´s Show Angie Barnett 8 þættir
2006 Supernatural Cassie Robinson Þáttur: Route 666
2006-2007 The 4400 Isabelle Tyler 25 þættir
2008 The Game Cheyenne Þáttur: Take These Vows and Show ´Em!
2008-2009 CSI: Miami Dr. Tara Price 23 þættir
2009 Raising the Bar Amelia Mkali 3 þættir
2009 Law & Order: Special Victims Unit Nicole Gleason Þáttur: Anchor
2012 Beautiful People Monica Sjónvarpsmynd
2011-2012 90210 Holly Strickler 7 þættir
2012 House of Lies April 5 þættir
2012 Made in Jersey Riley Parker 2 þættir

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „The 4400 - Isabelle Tyler character, actress and tv show information“. NBC Universal. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2007. Sótt 11. desember 2007.