Max Martini
Max Martini | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Maximilian Carlo Martini 11. desember 1969 |
Ár virkur | 1981 - |
Helstu hlutverk | |
Fred Henderson í Saving Private Ryan Wiley í Level 9 Sid Wojo í The Great Raid Mack Gerhardt í The Unit |
Max Martini (fæddur Maximilian Carlo Martini, 11. desember 1969) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Saving Private Ryan, Level 9, The Great Raid og The Unit.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Martini fæddist í Woodstock, New York-fylkinu en ólst upp í Bandaríkjunum, Kanada og Ítalíu.[1] Martini er með ríkisborgararétt í öllum þremur löndunum.[2]
Martini byrjaði leiklistarferil sinn í Neighborhood Playhouse ásamt því að nema leiklist við Michael Howard Studio í Manhattan, New York. Martini tók sér hlé frá leiklistinni og stundaði nám við School of Visual Arts í Manhattan, þaðan sem hann útskrifaðist með BFA í málun og höggmyndalist. [3]
Martini er meðstofnandi að Theatre North Collaborative í New York, sem er leikfélag og var stofnað af bandarískum og kanadískum leikurum. Hlutverk leikfélagsins er að sýna ný leikverk frá Bandaríkjunum og Kanada.[4]
Martini giftist Kim Restell árið 1997 og saman eiga þau tvö börn.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Martini var árið 1981 í Bret Maverick. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við High Incident, Nash Bridges, Harsh Realm, Taken, Without a Trace, 24, Burn Notice, Lie to Me, Hawaii Five-0 og CSI: Crime Scene Investigation. Árið 2000 þá var honum boðið hlutverk í Level 9 sem Jack Wiley, sem hann lék til ársins 2001. Martini lék eitt af aðalhlutverkunum í The Unit sem Mack Gerhardt frá 2006-2009. Árið 2011 þá var hann með gestahlutverk í nýja dramaþættinum Revenge sem Frank Stevens.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Martini var árið 1988 í Paramedics. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Contact, Cement, Saving Private Ryan á móti Tom Hanks og Matt Damon, Desert Son og The Great Raid.
Leikstjórn og handritshöfundur
[breyta | breyta frumkóða]Martini leikstýrði kvikmyndinni Desert Son sem kom út árið 1999 og skrifaði hann einnig handritið að myndinni.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1988 | Paramedics | Óþolinmóður strákur | sem Max Dunne |
1990 | Repossessed | Brimbrettakappi | óskráður á lista |
1995 | Pictures of Baby Jane Doe | Charlie | |
1997 | Contact | Willie | sem Maximilian Martini |
1998 | Conversations in Limbo | ónefnt hlutverk | |
1998 | Saving Private Ryan | Cpl. Henderson | sem Maximilian Martini |
1999 | Desert Son | Vanni | sem Maximilian Martini |
1999 | Tail Lights Fade | Rannsóknarfulltrúinn Pierce | óskráður á lista |
2000 | Cement | Mic | sem Maximilian Martini |
2003 | Backroads | Larry | |
2005 | The Great Raid | 1st Sgt. Sid “Top“ Wojo | |
2008 | Redbelt | Joe Collins | |
2010 | Trooper | Finn | |
2011 | Colombiana | Alríkisfulltrúinn Robert Williams | |
2011 | Hirokin | Renault | Í eftirvinnslu |
2013 | Pacific Rim | Herc Hansen | Kvikmyndatökur í gangi |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1982 | Bret Maverick | Strákur nr. 2 | Þáttur: The Lazy Ace: Part 1 sem Max Martin |
1984 | The Glitter Dome | Steven | Sjónvarpsmynd |
1986 | Hero in the Family | Stúdentblaðamaður | Sjónvarpsmynd sem Max Margolin |
1989 | Neon Rider | Dana Grady | Þáttur: Dude sem Max Margolin |
1991 | Vendetta: Secrets of a Mafia Bride | Taylor Carr | Sjónvarpsmynd |
1996 | High Incident | Keith Springer | Þáttur: Hello/Goodbye |
1996 | Walker, Texas Ranger | ónefnt hlutverk | Þáttur: A Silent Cry |
1997 | Nash Bridges | Larry Fortina | Þáttur: Rampage |
1999 | These Arms of Mine | Randy | ónefndir þættir |
1999 | Mutiny | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
1999 | The Hunger | ónefnt hlutverk | Þáttur: Brass |
2000 | The Pretender | Todd Baxter | Þáttur: Spin Doctor |
2000 | Profiler | Todd Baxter | Þáttur: Clean Sweep |
1999-2000 | Harsh Realm | Waters | 5 þættir sem Maxmillian Martini |
2000 | The Outer Limits | Curtis Sandoval | Þáttur: Abaddon |
2000 | Love Lessons | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2000-2001 | Level 9 | Jack Wiley | 11 þættir |
2001 | Mysterious Ways | Sean Kasper | Þáttur: Wonderful |
2001 | Another Day | Paul | Sjónvarpsmynd |
1998-2002 | Da Vinci´s Inquest | Danny Leary | 13 þættir |
2002 | Breaking News | Nate Natleson | 4 þættir |
2002 | Taken | Ofurstinn Breck | 2 þættir |
2003 | 24 | Steve Goodrich | 3 þættir |
2003 | The Division | Ryan Hollenbeck | Þáttur: Cradle Will Rock |
2003 | Line of Fire | Jack McCall | Þáttur: Boom, Swagger, Boom |
2004 | Gramercy Park | Michael Warner | Sjónvarpsmynd |
2004 | Try to Remember | Joe O´Conner | Sjónvarpsmynd |
2004 | Caught in the Act | Buck Colter | Sjónvarpsmynd |
2004 | Without a Trace | Henry/Nathan Grady | Þáttur: Thou Shalt Not... |
2003-2005 | CSI: Miami | Bob Keaton | 3 þættir |
2005 | Numb3rs | Alríkisfulltrúinn Cooper | Þáttur: Man Hunt |
2005 | Silver Bells | Rip | Sjónvarpsmynd |
2008 | Street Warrior | Jack Campbell | Sjónvarpsmynd |
2008 | Burn Notice | Alex | Þáttur: Rough Seas |
2006-2009 | The Unit | Mack Gerhardt | 69 þættir |
2010 | All Signs of Death | Mercer | Sjónvarpsmynd |
2010 | Dark Blue | Tim Rowe | Þáttur: High Rollers |
2010 | Lie to Me | Dave Atherton/Dr. Dave Burns/Dave Ellstrom | 3 þættir |
2010 | White Collar | John Deckard | Þáttur: Prisoner´s Dilemma |
2010 | Mandrake | Sgt. McCall | Sjónvarpsmynd |
2010 | Hawaii Five-0 | Nick Taylor | Þáttur: Po´ipu |
2011 | Exit Strategy | Alex Harbour | Sjónvarpsmynd |
2011 | He Loves Me | Sam | Sjónvarpsmynd |
2003-2011 | CSI: Crime Scene Investigation | Jarrod Malone/Jason Kent | 2 þættir |
2011 | Castle | Hal Lockwood | 2 þættir |
2011 | Flashpoint | Bill Greeley | Þáttur: Good Cop |
2011 | Rizzoli & Isles | Dan Mateo | Þáttur: Brown Eyed Girl |
2011 | Criminal Minds | Luke Dolan | Þáttur: Dorado Falls |
2011 | Revenge | Frank Stevens | 6 þættir |
Leikstjóri
[breyta | breyta frumkóða]- 2013: Will Gardner (í frumvinnslu)
- 1999: Desert Son
Handritshöfundur
[breyta | breyta frumkóða]- 2013: Will Gardner (í frumvinnlu)
- 1999: Desert Son
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Max Martini“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. febrúar 2012.
- Max Martini á IMDb