Fara í innihald

Maurice Rosy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Maurice Rosy (17. nóvember 192723. febrúar 2013), var belgískur myndasöguhöfundur. Hans kunnasta verk voru sögurnar um Tif og Tondu. En einnig kom hann að handritsgerð nokkurra kunnra myndasagnaflokka og var áhrifamikill stjórnandi teiknimyndablaðsins Svals á sjötta og sjöunda áratugnum.

Rosy var ráðinn til Dupuis-forlagsins árið 1954 sem hugmyndasmiður og varð skömmu síðar listrænn stjórnandi þess. Hann og Yvan Delporte áttu einna stærstan þátt í velgengni Svals-tímaritsins á sjötta og sjöunda áratugnum. Hlutverk hans var einkum að aðstoða höfunda og teiknara við að ýta nýjum sagnaflokkum úr vör og oft veitti hann aðstoð við handritsgerð. Þannig hjálpaði hann teiknaranum Jean Roba að skapa sögupersónur sínar Boule og Bill og var handritshöfundur tveggja fyrstu bókanna. Þá var hann meðhöfundur Franquins í tveimur Svals og Vals-bókum: Burt með harðstjórann! og Hrakfallaferð til Feluborgar.

Rosy var aðalhöfundur tveggja myndasagnaflokka. Hann samdi fimm bækur á árunum 1967-87 um hundinn Attilla sem hafði mennska eiginleika og átti í höggi við útsmogna glæpamenn. Frá 1961-97 samdi hann sextán bækur um fangann Bobo og sífelldar, misheppnaðar strokutilraunir hans.

Kunnastur var hann þó fyrir þátt sinn í ritun sagnaflokksins um Tif og Tondu, en frá 1956-69 samdi hann tólf sögur um ævintýri félaganna. Hann kynnti meðal annars til sögunnar erkiþrjót sagnaflokkins, Monsieur Choc