Fara í innihald

Jean Roba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jean Roba (28. júlí 193014. júní 2006) var belgískur teiknimyndasagnahöfundur. Kunnustu verk hans eru sögurnar um Boule & Bill, en einnig kom hann að bókaflokknum um Sval og Val

Jean Roba fæddist í Schaerbeek, einni af útborgum Brussel og hóf ungur störf sem teiknari á teiknimyndablöðum. Árið 1957 hóf hann störf á teiknimyndablaðinu Sval. Á árunum 1959- 60 aðstoðaði hann Franquin við gerð þriggja ævintýra um Sval og Val, sem komu út í bókunum Sjávarborginni og Tembó Tabú.

Samstarfið við Franquin reyndist Roba afar lærdómsríkt. Eftir það einbeitti hann sér að mestu að ritun eigin sagna um grallarann Boule og hundinn Bill, sem hann hélt áfram að teikna til dauðadags.

Hann teiknaði og samdi einnig annan vinsælan bókaflokk, La Ribambelle sem segir frá hversdagslegum ævintýrum krakkahóps af ólíkum kynþáttum í smáþorpi.