Matti Sippala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Matti Kalervo Sippala (fæddur 11. mars 1908 í Hollola, látinn 22. ágúst 1997 í Kotka) var finnskur spjótkastari. Hann tók þátt í sumarólympíuleikunum 1932 í Los Angeles og hlaut silfurverðlaun í spjótkasti en landar hans, Matti Järvinen og Eino Penttilä fengu gull- og bronsverðlaun.