Matador (sjónvarpsþáttaröð)
Matador | |
---|---|
Tegund | Gaman |
Handrit | Lise Nørgaard Erik Balling |
Leikarar | Jørgen Buckhøj Ghita Nørby Holger Juul Hansen Malene Schwartz Buster Larsen Helle Virkner Bent Mejding |
Höfundur stefs | Bent-Fabricius Bjerre |
Upprunaland | Danmörk |
Frummál | Danska |
Fjöldi þáttaraða | 4 |
Fjöldi þátta | 24 |
Framleiðsla | |
Staðsetning | Nordisk Film, Valby Hillerød Køge Gedser Holte |
Lengd þáttar | 45-86 mínútur |
Framleiðsla | Nordisk Film |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | DR |
Myndframsetning | 4:3 |
Hljóðsetning | Mono |
Sýnt | 11. desember 1978 – 2. janúar 1982 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Matador danskur sjónvarpsþáttur í 24 hlutum sem framleiddur var á árunum 1978 - 1981. Honum var leikstýrt af Erik Balling eftir hugmynd eftir Lise Nørgaard, sem ásamt Paul Hammerich, Karen Smith og Jens Louis Petersen skrifuðu handritið, en teiknimyndateiknarinn Arne Ungermann sá um teiknimyndasögurnar sem hefjum og ljúka hverjum þætti. Þemalag seríunnar var saminn af Bent Fabricius-Bjerre .
Serían fylgist með lífinu í dönsku sveitaþorpi frá 1929 til 1947. Aðalpersónan Mads Andersen-Skjern kemur árið 1929 í viðskiptaerindum í rólega stöðvarbæinn Korsbæk. Hann áttar sig fljótt á því að atvinnulíf borgarinnar er staðnað og stofnar fatabúð sem tekur framúr einu verslun bæjarins, Damernes Magasin.
Þættirnir voru sýndir á Ríkisútvarpinu 1988-1989 og nutu töluverðra vinsælda. Í Danmörku hafa þættirnir verið endursýndir reglulega, síðast 2017 og kallar það jafnan á þjóðmálaumræðu um erindi þáttanna við samtímann og nákvæmni þeirra í lýsingu á sögutímanum.