Fara í innihald

Masaccio

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hugsanleg sjálfsmynd úr Brancacci-kappellunni

Tommaso di Ser Giovanni di Simone eða Masaccio (21. desember 1401 – haust 1428) var listmálari frá Flórens. Hann var einn af fyrstu endurreisnarmálurunum sem notaði fjarvídd í myndum. Hann notaði líka sterk birtuskil og svipbrigði í persónusköpun sinni til að auka á raunsæisáhrif mynda sinna. Samkvæmt Giorgio Vasari var hann besti listamaður sinnar kynslóðar. Hann lést aðeins 27 ára að aldri og lítið er vitað um ævi hans. Þekktustu verk hans eru freskur í Brancacci-kapellunni í kirkjunni Santa Maria del Carmine í Flórens sem hann vann að ásamt Masolino da Panicale. Hann er líka þekktur fyrir nokkrar altaristöflur með Maríu mey og fresku sem sýnir heilaga þrenningu í kirkjunni Santa Maria Novella. Hann lést í Róm.

  Þetta æviágrip sem tengist myndlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.