Mary McDonnell
Mary McDonnell | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Mary Eileen McDonnell 28. apríl 1952 |
Ár virk | 1978 - |
Helstu hlutverk | |
Stands With a Fist í Dances with Wolves Marilyn Whitmore í Independence Day Rose Darko í Donnie Darko Laura Roslin í Battlestar Galactica Kapteinn Sharon Raydor í The Closer og Major Crimes |
Mary Eileen McDonnell , þekktust sem Mary McDonnell, (fædd 28. apríl 1952) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The Closer, Major Crimes, Dances with Wolves, Independence Day og Donnie Darko.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]McDonnell fæddist í Wilkes-Barre, Pennsylvaníu en ólst upp í Ithaca, New York. Stundaði hún nám við Ríkisháskólann í New York við Fredonia og lærði leiklist við dramaskóla. Gerðist meðlimur Long Wharf leikhúsins og var hluti af því í um tuttugu ár.[1]
McDonnell hefur verið gift leikaranum Randle Mell síðan 1984 og saman eiga þau tvö börn.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta leikhúshlutverk McDonnell var árið 1978 í Buried Child. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Still Life, Black Angel, All Night Long, The Vagina Monologues, Execution of Justice og Summer and Smoke.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk McDonnell var árið 1980 í sjónvarpsþættinum As the World Turns. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, High Society og Grey's Anatomy. Frá 2004-2009 lék hún Forsetann Laura Roslin í Battlestar Galatica.
McDonnell hefur leikið í sjónvarpsmyndum á borð við The American Clock, Evidence of Blood, Replacing Dad, Chestnut Hill og Hostile Makeover.
McDonnell hefur síðan 2009 leikið Kapteinn Sharon Raydor í The Closer til ársins 2012 og síðan aðalhlutverkið í Major Crimes frá 2012.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk McDonnell var árið 1984 í Garbo Talks. Árið 1990 lék hún í Dances with Wolves á móti Kevin Costner og fyrir hlutverk sitt var hún tilnefnd til óskarsverðlaunanna. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Blue Chips, Independence Day, Mumford, Nola og Margin Call.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1984 | Garbo Talks | Lady Capulet | |
1987 | Matewan | Elma Radnor | |
1988 | Tiger Warsaw | Paula Warsaw | |
1990 | Dances with Wolves | Stands With A Fist | |
1991 | Grand Canyon | Claire | |
1992 | Sneakers | Liz | |
1992 | Passion Fish | May-Alice Culhane | |
1994 | Blue Chips | Jenny Bell | |
1996 | Mariette in Ecstasy | Prioress | |
1996 | Independence Day | Forsetafrúin Marilyn Whitmore | |
1998 | Spanish Fly | Móðir Zoes | Talaði inn á |
1999 | You Can Thank Me Later | Diane | |
1999 | Mumford | Althea Brockett | |
2001 | Donnie Darko | Rose Darko | |
2003 | Nola | Margaret Langworthy | |
2004 | Crazy Like a Fox | Amy Banks | |
2011 | Margin Call | Mary Rogers | |
2011 | Scream 4 | Kate Roberts | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1980 | As the World Turns | Claudia Colfax | ónefndir þættir |
1982 | Money on the Side | Terri | Sjónvarpsmynd |
1984-1985 | E/R | Dr. Eve Sheridan | 20 þættir |
1986 | Courage | Gabriella Estrada | Sjónvarpsmynd |
1989 | A Man Called Hawk | Mrs. Kirkpatrick | Þáttur: The Divided Child |
1991 | O Pioneers! | Alexandra Bergson | Sjónvarpsmynd |
1993 | The American Clock | Rose Baumler | Sjónvarpsmynd |
1996 | Woman Undone | Teri Hansen | Sjónvarpsmynd |
1995-1996 | High Society | Dorothy ´Dott‘ Emerson | 13 þættir |
1997 | Two Voices | Sybil Goldrich | Sjónvarpsmynd |
1997 | 12 Angry Men | Dómari | Sjónvarpsmynd |
1998 | Evidence of Blood | Dora Overton | Sjónvarpsmynd |
1999 | Behind the Mask | Mary Shushan | Sjónvarpsmynd |
1999 | Replacing Dad | Linda Marsh | Sjónvarpsmynd |
1999 | The American Experience | Kynnir | Þáttur: Fly Girls Talaði inn á |
1999 | Ryan Caulfield: Year One | Rachel Caulfield | 2 þættir |
2000 | A Father´s Choice | Susan Shaw | Sjónvarpsmynd |
2000 | For All Time | Laura Brown | Sjónvarpsmynd sem Mary Mcdonnell |
2001 | Chestnut Hill | Jane Eastman | Sjónvarpsmynd |
2000-2002 | That´s Life | Jules O´Grady | 2 þættir |
2001-2002 | ER | Eleanor Carter | 5 þættir |
2002 | Touched by an Angel | Nunnan Theodore | Þáttur: Minute by Minute |
2002 | The Locket | Helen Staples | Sjónvarpsmynd |
2003 | Battlestar Galactica | Laura Roslin | 2 þætti |
2005 | Mrs. Harris | Vivian Schulte | Sjónvarpsmynd |
2007 | Battlestar Galactica: Razor | Forsetinn Laura Roslin | Sjónvarpsmynd |
2008 | Late Show with David Letterman | Laura Roslin – Topp tíu kynnar | Þáttur nr. 15.85 óskráð á lista |
2008-2009 | Grey's Anatomy | Dr. Virginia Dixon | 3 þættir |
2004-2009 | Battlastar Galactica | Forsetinn Laura Roslin | 73 þættir |
2009 | Killer Hair | Rose | Sjónvarpsmynd |
2009 | Hostile Makeover | Rose Smithsonian | Sjónvarpsmynd |
2009-2012 | The Closer | Kapteinn Sharon Raydor | 26 þættir |
2012-til dags | Major Crimes | Kapteinn Sharon Raydor | 55 þættir |
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaun
- 2009: Verðlaun sem besta leikkona í sjónvarpi fyrir Battlestar Galatica.
Central Ohio Film Critics Association-verðlaun
- 2012: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir Margin Call.
Chicago Film Critics Assocication-verðlaun
- 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Dances with Wolves.
- 1993: Tilnefnd sem besta leikkona í dramamynd fyrir Passion Fish.
- 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í kvikmynd fyrir Dances with Wolves.
Gotham-verðlaun
- 2011: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir Margin Call.
Independent Spirit-verðlaun
- 2012: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Margin Call.
- 1993: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Passion Fish.
- 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Dances with Wolves.
Phoenix Film Critics Society-verðlaun
- 2011: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir Margin Call.
Primetime Emmy-verðlaun
- 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir The Closer.
- 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir The Closer.
SFX-verðlaun
- 2010: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir Battlestar Galactica.
- 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi fyrir Battlestar Galactica.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Mary McDonnell“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. maí 2013.
- Mary McDonnell á IMDb
- Ferill Mary McDonnell á Major Crimes heimasíðunni á TNT sjónvarpsstöðinni Geymt 20 maí 2013 í Wayback Machine
- Leikhúsferill Mary McDonnell á Internet Broadway Database síðunni
- Leikhúsferill Mary McDonnell á The Internet Off-Broadway Database síðunni Geymt 4 október 2012 í Wayback Machine
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Mary McDonnell á IMDb
- Ferill Mary McDonnell á Major Crimes heimasíðunni á TNT sjónvarpsstöðinni Geymt 20 maí 2013 í Wayback Machine
- Leikhúsferill Mary McDonnell á Internet Broadway Database síðunni
- Leikhúsferill Mary McDonnell á The Internet Off-Broadway Database síðunni Geymt 4 október 2012 í Wayback Machine