Fara í innihald

Mary Cassatt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mary Cassatt árið 1913.

Mary Stevenson Cassatt ( /kə'sæt/; 22. maí 1844 – 14. júní 1926)[1] var bandarískur listmálari og prentsmiður. Hún fæddist í Allegheny City, Pennsylvaníu (nú hluti af Pittsburgh), en bjó mestan hluta ævi sinnar í Frakklandi þar sem hún vingaðist við Edgar Degas og sýndi með impressjónistunum. Myndir Cassatt sýna oft félags- og einkalíf kvenna, með sérstakri áherslu á náin tengsl mæðra og barna.

Henni var lýst af Gustave Geffroy sem einni af „les trois grandes dames“ (miklu dömunum þremur) impressjónismans ásamt Marie Bracquemond og Berthe Morisot.[2] Árið 1879 líkti Diego Martelli henni við Degas, þar sem þau reyndu bæði að sýna hreyfingu, ljós og hönnun í nútímaskilningi.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Mary Cassatt Self-Portrait“. National Portrait Gallery (enska). Smithsonian Institution. Sótt 12. júní 2018.
  2. Geffroy, Gustave (1894), „Histoire de l'Impressionnisme“, La Vie Artistique, bls. 268.
  3. Moffett, Charles S. (1986). The New Painting: IMpressionism 1874–1886. San Francisco: The Fine Arts Museums of San Francisco. bls. 276. ISBN 0-88401-047-3.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.