Markfæði
Útlit
Markfæði er heiti notað innan matvælafræða og matvælaiðnaðar um matvæli sem markaðssett eru sem heilsubótarefni og er neytt sem slíkra fremur en til að fullnægja grunnnæringarþörfum. Til að kallast markfæði þarf fæðan því að hafa sannanlega jákvæð áhrif á heilsu manna umfram það grunnhlutverk allra matvæla að leggja manninum til næringarefni.[1] Meðal algengra afurða sem taldar eru til markfæðis má til dæmis nefna lýsi og ýmis matvæli bætt með lífvirkum efnum á borð við vítamín, stanól estera og lifandi mjólkursýrugerla.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ I. Siró, E. Kápolna, B. Kápolna og A. Lugasi (2008) Functional food. Product development, marketing and consumer acceptance--a review. Appetite 51 (3), 456-467. PMID: 18582508.