Mark Sainsbury
R. Mark Sainsbury (f. 1943) er heimspekingur frá Stóra Bretlandi sem hefur beitt sér í rökfræði og málspeki, og í heimspeki Bertrands Russell og Gottlob Frege.
Sainsbury kenndi í mörg ár í King's College London og er í dag prófessor í heimspeki í Texasháskólanum í Austin. Hann kennir jafnframt ennþá heimspeki í London á sumrin. Hann var ritstjóri heimspekilega tímaritsins Mind frá 1990 til 2000. Hann er félagi í Bresku akademíunni.
Fyrsta bókin hans fjallaði um Bertrand Russell (Routledge, 1979). Nýjasta bók hans Reference Without Referents (Oxford, 2005), fjallar um merkingarfræði tilvísandi orða. Departing From Frege (2002) fjallar um heimspeki Gottlob Freges. Eins hefur hann skrifað um þverstæður í bókinni Paradoxes (Cambridge, 1988, 1995).
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Mark Sainsbury“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. júní 2008.