Markéta Irglová

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Markéta Irglová
Markéta Irglová 2014.jpg
Upplýsingar
FæddMarkéta Irglová
28. febrúar 1988
UppruniValašské Meziříčí, Tékklandi
StefnurAkústík, þjóðlagatónlist, indie popp,
SamvinnaThe Swell Season, Glen Hansard
Vefsíðahttp://marketairglovamusic.com/

Markéta Irglová er tékknesk-íslensk listakona. Hún varð þekkt fyrir að leika í myndinni Once, þar sem hún vann til Óskars- og Grammyverðlauna fyrir besta kvikmyndalagið, Falling Slowly, ásamt meðleikara og -spilara, Glen Hansard. Þau kynntust í Tékklandi og stofnuðu saman bandið The Swell Season.

Irglová lærði á píanó 7 ára og gítar 8 ára. Árið 2012 hélt hún til Íslands eftir að hafa búið í New York og tók upp sólóplötu. Hún varð ástfangin af upptökustjóranum, Sturlu Míó Þórisson, og giftist honum á endanum. Hún talar íslensku reiprennandi og sótti um ríkisborgararétt.

Árið 2021 hugðist Markéta taka þátt í forkeppni Eurovision á Íslandi. [1]

Útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

The Swell Season[breyta | breyta frumkóða]

  • The Swell Season (2006)
  • Once (Soundtrack) (2007)
  • Strict Joy (2009)

Sóló[breyta | breyta frumkóða]

  • Anar (2011)
  • Muna (2014)

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

  • Once (2007)
  • The Swell Season (2011)
  • Home Is Here (2016)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Óskarsverðlaunahafi vill taka þátt í söngvakeppninni Rúv, sótt 25/9 2021