Fara í innihald

Markéta Irglová

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Markéta Irglová
Upplýsingar
FæddMarkéta Irglová
28. febrúar 1988
UppruniValašské Meziříčí, Tékklandi
StefnurAkústík, þjóðlagatónlist, indie popp,
SamvinnaThe Swell Season, Glen Hansard
Vefsíðahttp://marketairglovamusic.com/

Markéta Irglová er tékknesk-íslensk listakona. Hún varð þekkt fyrir að leika í myndinni Once, þar sem hún vann til Óskars- og Grammyverðlauna fyrir besta kvikmyndalagið, Falling Slowly, ásamt meðleikara og -spilara, Glen Hansard. Þau kynntust í Tékklandi og stofnuðu saman bandið The Swell Season.

Irglová lærði á píanó 7 ára og gítar 8 ára. Árið 2012 hélt hún til Íslands eftir að hafa búið í New York og tók upp sólóplötu. Hún varð ástfangin af upptökustjóranum, Sturlu Míó Þórisson, og giftist honum á endanum. Hún talar íslensku reiprennandi og sótti um ríkisborgararétt.

Árið 2021 hugðist Markéta taka þátt í forkeppni Eurovision á Íslandi. [1]

Útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

The Swell Season[breyta | breyta frumkóða]

  • The Swell Season (2006)
  • Once (Soundtrack) (2007)
  • Strict Joy (2009)

Sóló[breyta | breyta frumkóða]

  • Anar (2011)
  • Muna (2014)

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

  • Once (2007)
  • The Swell Season (2011)
  • Home Is Here (2016)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Óskarsverðlaunahafi vill taka þátt í söngvakeppninni Rúv, sótt 25/9 2021