Fara í innihald

Marianne E. Kalinke

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Marianne Kalinke)

Marianne E. Kalinke – (fædd 1939) er prófessor á eftirlaunum í germönskum fræðum og samanburðarbókmenntum við Illinois-háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur sérstakan áhuga á íslenskum fornbókmenntum.

Marianne E. Kalinke fæddist árið 1939 í Königsberg í Þýskalandi, sem nú heitir Kalíníngrad og tilheyrir Rússlandi. Fjölskylda hennar flúði til Bandaríkjanna þegar hún var tíu ára og hefur hún búið þar síðan. Hún tók M.A.-próf frá Kaþólska háskólanum (CUA) í Washington DC og doktorspróf frá Indiana-háskóla. Hún kenndi við Rhode Island-háskóla í átta ár eftir að hún lauk doktorsprófi en var prófessor í germönskum málum og samanburðarbókmenntum við Illinois-háskóla frá 1979.

Hún hefur mikið fengist við íslenskar fornbókmenntir, einkum riddarasögur sem þýddar voru úr frönsku og tengdust Artúri konungi og köppum hans. Hún hefur sterk tengsl við Ísland og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og er í hópi ráðgjafa á vegum stofnunarinnar.

Marianne Kalinke enjoys watching Operas in her spare time, and celebrating German traditions with her family: her sister Melitta, brother-in-law Tony, niece Michele, and nephew David. She is always going back to visit Iceland, and often talks about her love for the country.

  • The Erex saga and its relation to Chrétien de Troyes' Erec et Enide. Ann Arbor, MI : University Microfilms, 1974. — Doktorsritgerð við Indiana-háskóla 1970.
  • King Arthur, North-by-Northwest : the matière de Bretagne in Old Norse-Icelandic romances. Hafniæ, Reitzel 1981, xii + 277 s. — Bibliotheca Arnamagnæana 37.
  • Með P. M. Mitchell: Bibliography of old Norse-Icelandic romances. Ithaca: Cornell University Press 1985. — Islandica 44.
  • Bridal-quest romance in medieval Iceland. Ithaca, Cornell University Press 1990. — Islandica 46.
  • The book of Reykjahólar : the last of the great medieval legendaries. University of Toronto Press 1996, xii + 322 s.
  • Stories set forth with fair words : the evolution of medieval romance in Iceland. Cardiff: University of Wales Press, 2017.
Útgáfur og þýðingar
  • Erex saga and Ivens saga : the Old Norse versions of Chrétien de Troyes's Erec and Yvain. / translated, with an introduction, by Foster W. Blaisdell Jr. and Marianne E. Kalinke. Lincoln : University of Nebraska Press, c 1977.
  • Möttuls saga. Copenhagen : Reitzel, 1987. — Editiones Arnamagnæanæ, Series B, vol. 30. — Með fylgir útgáfa Philips E. Bennett á Le lai du cort mantel.
  • Norse Romance 1–3. Cambridge, Eng. : D.S. Brewer, 1999. — Arthurian archives 3–5. — Ritstjórn og útgáfa með öðrum. Marianne E. Kalinke sá að mestu um 2. bindi, með útgáfu og enskri þýðingu á Möttuls sögu, Ívens sögu og Erex sögu.
  • The Arthur of the north : the Arthurian legend in the Norse and Rus' realms. Cardiff : University of Wales Press, 2011 og 2015. — Arthurian literature in the Middle Ages 5.
  • St. Oswald of Northumbria : continental metamorphoses : with an edition and translation of Ósvalds saga and Van sunte Oswaldo deme konninghe. Tempe, Ariz. : Arizona Center for Medieval and Renaissance Studies, 2005.
Greinar

Marianne E. Kalinke hefur ritað fjölmargar greinar og bókakafla um íslenskar fornbókmenntir, einkum riddarasögur, sjá skrár Landsbókasafns.

Afmælisrit
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.