Maria Lagarde og Alfreð Clausen - Síðasti dansinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Maria Lagarde og Alfreð Clausen
Bakhlið
IM 58
FlytjandiMaria Lagarde, Alfreð Clausen, hljómsveit Carl Billich
Gefin út1954
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Maria Lagarde og Alfreð Clausen er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Maria Lagarde lagið This is beautiful music to love by og María og Alfreð Clausen syngja saman lagið Síðasta dansinn. Hljómsveit stjórnaði Carl Billich. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Síðasti dansinn - Lag - texti: Óðinn Þórarinsson - Loftur Guðmundsson - Hljóðdæmi
  1. This is beautiful music to love by - Lag - texti: Schreiber - Sigman

Tilurð plötunnar[breyta | breyta frumkóða]

Danska revíusöngkonan og dansarinn Maria Lagarde kom til Íslands 1954 til að skemmta á sumarhótelinu Jaðri.[1] Hún kom víðar fram, meðal annars á skemmtidagskrá SKT í Austurbæjarbíói 16. júlí 1954.[2] Gerður var góður rómur að söng hennar og taldi Tage Ammendrup upplagt að söngkonan tæki lagið á plötu. Hann fékk Alfreð Clausen til að flytja með henni hið stórgóða íslenska lag Óðins Þórarinssonar Síðasta dansinn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þjóðviljinn, 2. júlí 1954, bls. 6.
  2. Morgunblaðið, 24. júlí 1954, bls. 2.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]