Mangareva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mangareva er stærst Gambíer-eyja í Frönsku Pólynesíu. 1650 manns búa á eyjunni. Rikitea er stærsti bærinn á eyjunni og er hann talinn einskonar höfuðstaður Gambíer-eyja. Flatarmál Mangareva er 18 km² sem gerir 56 % af heildarflatarmáli Gambíer-eyja. Hæsti tindur Mangareva, og Gambíer-eyja, er Mt. Duff (441 m).

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.