Maneki-neko

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maneki-neko

Maneki-neko (招き猫) er algeng japönsk stytta sem er í  senn verndargripur og heillagripur. Nú á dögum eru stytturnar oftast gerðar úr keramik eða plasti. Styttan er af ketti með aðra klóna upprétta að biðja eða gefa vísbendingu. Slíkum styttum er vanalega stillt upp í og oft við inngang verslana, veitingahúsa, snyrtistofa, þvottahúsa, efnalauga og annarra fyrirtækja. Sumar slíkar styttur eru knúnar rafhlððum og þá færir kötturinn framlöpp hægt upp og niður.

Maneki-neko eru í ýmsum litum, stílgerðum og mismunandi skreyttar. Það er algengt að þær séu hvítar, svartar, gylltar og stundum rauðar. Slíkar styttur eru stundum litlir lyklahringir, sparibaukar, ilmstaukar, pottar fyrir inniblóm og ýmis konar skreytingar en eru líka stundum stórar styttur. Stytturnar eru vinsælar hjá kínverskum kaupmönnum og eru líka þekktar sem kínverska lukkukisur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]