Magnús Jónsson syngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Magnús Jónsson syngur
Forsíða Magnús Jónsson syngur

Bakhlið Magnús Jónsson syngur
Bakhlið

Gerð EXP-IM 50
Flytjandi Magnús Jónsson, Fritz Weishappel
Gefin út 1958
Tónlistarstefna Klassísk sönglög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Magnús Jónsson syngur er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1958. Á henni flytur Magnús Jónsson fjögur lög við undirleik Fritz Weishappel. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ég lít í anda liðna tíð - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Halla Eyjólfsdóttir - Hljóðdæmi 
  2. Sortna þú ský - Lag - texti: Emil Thoroddsen - Jón Thoroddsen
  3. Coren´grato - Lag og texti: Cardillo - Hljóðdæmi 
  4. Ástarljóð frá Napolí - Lag - texti: NN

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Magnús Jónsson, óperusöngvari syngur á þessari fyrstu hljómplötu sinni tvö íslenzk og tvö erlend lög. Fyrsta lagið á A-síðunni er hið hugljúfa lag Sigvalda Kaldalóns Ég lít í anda liðna tíð, þar næst hið harmþrungna, enn vandsungna lag Emils Thoroddsen, Sortna þú ský. Á B-síðunni eru tvö ítölsk lög Coren'grato og Ástarljóð frá Napoli og gefur þetta lagaval glöggt sýnishorn af raddgæðum og glæsilegri túlkun þessa unga söngvara.

Magnús Jónsson fékk fyrstu kennslu sína hjá Pétri heitnum Jónssyni óperusöngvara og nam hjá honum í þrjú ár, þá lagði Magnús leið sína til Ítalíu, nam fyrst hjá Angelo Albergoni enn síðan hjá Primo Alontanari hinum þekkta ítalska óperusöngvara og kennara og síðast hjá Rino Castagnino hljómsveitarstjóra. Eftir nám sitt á Ítalíu hélt Magnús hljómleika í Reykjavík, fékk húsfylli 5 sinnum og glæsilega gagnrýni m.a. sagði Dr. Páll Ísólfsson í Morgunblaðinu: Hann sigraði. . . . Náði valdi yfir áheyrendum. ... Í þetta sinn rann öll gagnrýni mín út í sandinn, svo heillaður var ég af söng og framkomu þessa unga manns.

Magnús Jónsson hefur síðan sungið á fjölda söngskemmtana, í útvarp, í óperum og óperettum m.a. Hertogann í Rigoletto, Rudolph í La Bohem, Bastian í Töframanninum og Manrico í Il Trovatore auk þess hefur hann sungið aðalhlutverkin í óperettunum Nitouche og Kátu ekkjunni. Magnús Jónsson syngur nú við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn og stundar jafnframt nám við óperuskóla leikhússins.