Fara í innihald

Madeleine McCann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Madeleine McCann (fædd 12. maí 2003 í Leicester, hvarf 3. maí 2007 í Algarve) er stúlka sem hvarf af hótelherbergi 3. maí árið 2007 á Praia da Luz í Algarve, Portúgal, þá tæpra fjögurra ára gömul. Hún var þar ásamt foreldrum sínum og systkinum. Talið er fullvíst að henni hafi verið rænt meðan hún svaf í herbergi með systkinum sínum, sem eru tvíburar, en foreldrar þeirra höfðu skilið börnin eftir stutta stund meðan þau héldu niður á veitingastað nokkra tugi metra í burtu frá herberginu. Portúgalska lögreglan ásakaði foreldrana um að hafa myrt hana og lagði talsvert á sig til að reyna að sanna það, en án árangurs. Í júní 2020 var talið að þýskur barnaníðingur hafi myrt stúlkunna.[1]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Telja að Madeleine McCann sé látin“. RÚV (enska). 4. júní 2020. Sótt 4. júní 2020.