1167
Útlit
(Endurbeint frá MCLXVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1167 (MCLXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Kirkjan í Laufási við Eyjafjörð brann.
- Þorvarður Þorgeirsson skáld orti erfiljóðaflokk eftir Ara bróður sinn þegar lát hans fréttist frá Noregi.
Fædd
Dáin
- 2. febrúar - Ari Þorgeirsson, faðir Guðmundar góða, féll í orrustu á Ryðjökli og bjargaði um leið lífi Erlings skakka, sem hann varði með líkama sínum.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 2. febrúar - Orrustan á Ryðjökli í Noregi. Uppreisnarmenn undir stjórn Ólafs ógæfu réðust að Erlingi skakka og mönnum hans.
- Absalon erkibiskup varð biskup í Hróarskeldu og hóf víggirðingu Kaupmannahafnar.
- Knútur Eiríksson drap Karl Sörkvisson og lýsti sjálfan sig konung Svíþjóðar,
- Langbarðabandalagið stofnað á Ítalíu.
- Hinrik 2. Englandskonungur bannaði Englendingum að sækja sér menntun við Parísarháskóla og hófst þá vöxtur og viðgangur Oxfordháskóla, sem oft er talinn stofnaður þetta ár þótt einhver kennsla hafi raunar verið þar fyrr.
Fædd
- 10. september - Alexios 2. Komnenos, Býsanskeisari (d. 1183).
- 24. desember - Jóhann landlausi, Englandskonungur (d. 1216).
Dáin
- 10. september - Matthildur keisaraynja (f. 1102).
- Karl Sörkvisson, Svíakonungur (f. 1130).