1227
Útlit
(Endurbeint frá MCCXXVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1227 (MCCXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Veturinn kallaðist Sandvetur og var mikill fellivetur. Hundrað naut í eigu Snorra Sturlusonar drápust í Svignaskarði.
- Snorri og Þórður Sturlusynir tóku Snorragoðorð af Sturlu Sighvatssyni.
Fædd
- (líklega) Sæmundur Ormsson, goðorðsmaður af ætt Svínfellinga (d. 1253).
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 21. mars - Gregoríus IX varð páfi.
- 22. júlí - Valdimar sigursæli beið ósigur gegn þýsku greifunum í orrustunni við Bornhöved.
- Andófi við Hákon gamla Noregskonung lauk endanlega þegar þegar Knútur sonur Hákonar galins samdi frið við konung.
- Hinrik 3. Englandskonungur lýsti sjálfan sig fullveðja og tók völdin í sínar hendur.
- Gregoríus IX bannfærði Friðrik 2. keisara.
- Eistar misstu sjálfstæði sitt og fengu það ekki aftur fyrr en að 700 árum liðnum.
Fædd
- 30. september - Nikulás IV páfi (d. 1292).
- Karl 1. Sikileyjarkonungur, sonur Loðvíks 8. Frakkakonungs.
Dáin
- 18. mars - Honoríus III páfi (f. 1148).
- 18. ágúst - Djengis Khan, leiðtogi Mongólíu (f. um 1162).