1285
Útlit
(Endurbeint frá MCCLXXXV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1285 (MCCLXXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Sagt er í nokkrum annálum að þetta ár hafi fundist land vestur frá Íslandi. Heitir landið Nýjaland í Konungsannál (í hönd frá því um 1500) en Duneyjar í Skálholtsannál.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl - Honóríus IV (Giacomo Savelli) varð páfi.
- 5. október - Filippus 4. varð konungur Frakklands.
- 1. nóvember - Alexander 3. Skotakonungur giftist Jólöndu af Dreux.
- Víetnamar undir stjórn Tran Hung Dao unnu sigur á innrásarher Júanveldisins.
- Magnús hlöðulás Svíakonungur hneppti bróður sinn, Valdimar Birgisson fyrrverandi konung, í varðhald og sat hann þar til dauðadags 1302.
Fædd
- 6. desember - Ferdínand 4., konungur Kastilíu (d. 1312).
- Vilhjálmur af Ockham, enskur heimspekingur (d. 1349).
- Evfemía af Pommern, drottning Danmerkur, kona Kristófers 2. (d. 1330).
- Benedikt XII (Jacques Fournier), páfi (d. 1342).
Dáin
- 28. mars - Marteinn IV, páfi.
- 20. maí - Jóhann 2. af Jerúsalem, konungur Kýpur (f. 1259).
- 5. október - Filippus 3., konungur Frakklands (f. 1245)
- 11. nóvember - Pétur 3., konungur Aragóníu (f. 1239).
- Filippus 1. af Savoja (f. 1207).
- Karl 1., konungur Sikileyjar (f. 1227).