Þurrkari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Venjulegur heimilisþurrkari með tromlu

Þurrkari er heimilistæki sem ætlað er að þurrka föt og aðra textílhluti, oftast skömmu eftir að fötin hafa verið þvegin í þvottavél. Einnig er hægt að þurrka föt með að hengja þau upp á þvottasnúrur innan eða utanhúss eða á sérstakar þurrkslár.

Þurrkarar geta verið ýmis konar. Þéttiþurrkari (e. condenser tumble drier) er þurrkari án barka. Þéttiþurrkari þéttir rakann í vatn sem þurrkarinn skilar frá sér, oftast í vatnstank undir þurrkaranum. Þennan vatnstank þarf að taka handvirkt úr eftir hverja þurrkun og tæma. Barkaþurrkari blæs röku lofti út í andrúmsloftið (út um glugga eða loftop.)

Eftir notkun þarf að hreinsa úr lósíu í þurrkaranum og tæma vatn úr vatnstank á þéttiþurrkurum.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist