Þurrkari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Venjulegur heimilisþurrkari með tromlu

Þurrkari er heimilistæki sem ætlað er að þurrka föt og aðra textílhluti, oftast skömmu eftir að fötin hafa verið þvegin í þvottavél. Einnig er hægt að þurrka föt með að hengja þau upp á þvottasnúrur innan eða utanhúss eða á sérstakar þurrkslár.

Þurrkarar geta verið ýmis konar. Þéttiþurrkari (e. condenser tumble drier) er þurrkari án barka. Þéttiþurrkari þéttir rakann í vatn sem þurrkarinn skilar frá sér, oftast í vatnstank undir þurrkaranum. Þennan vatnstank þarf að taka handvirkt úr eftir hverja þurrkun og tæma. Barkaþurrkari blæs röku lofti út í andrúmsloftið (út um glugga eða loftop.)

Eftir notkun þarf að hreinsa úr lósíu í þurrkaranum og tæma vatn úr vatnstank á þéttiþurrkurum.