Möltukross

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Möltukross

Möltukross eða Amalfikross er kross sem Jóhannesarriddarar og síðar Mölturiddarar hafa notað sem sitt tákn. Uppruni táknsins (og riddarareglunnar) er í bænum Amalfi í Kampaníu sem á 11. öldinni var sjálfstætt lýðveldi. Krossinn er áttskiptur þar sem hver af fjórum örmum hans er klofinn í endann. Krossinn minnir því á fjögur „V“ tengd saman að neðan.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.