Fara í innihald

Mímir (gosdrykkjagerð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mímir var gosdrykkjaverksmiðja sem var stofnuð í Reykjavík árið 1914, hún rann inn í Sanitas árið 1932.

Kaupmennirnir G. Copland og Jón Laxdal stofnuðu verksmiðjuna og var hún starfrækt að Nýlendugötu 3. Hófst starfsemi hennar seint á árinu 1914. Í frétt um stofnun hennar kom fram að verksmiðjan framleiddi ýmsar tegundir af gosdrykkjum og saft. Var sérstaklega til þess tekið að vegna þess hversu vel kolsýrunni væri bætt í drykkinn freyddi hann ekki við opnun. Þá kom fram að verksmiðjan framleiddi bæði engiferöl og kóla, sem hvort tveggja var sagt nýjung á Íslandi. Verksmiðjan auglýsti nokkuð í blöðum fyrstu misserin og voru viðskiptin í það minnsta næg til að ráðist var í stækkun árið 1919.

Ekki eru heimildir um að Mímir hafi bruggað öl, en árið 1917 sagði frá því í fregn í Morgunblaðinudanskt skip hefði verið tekið með talsvert magn af áfengu öli sem ákveðið var að farga. Hafi tryggingafélag skipsins komið því til leiðar að Mími væri falið að þynna út ölið og selja landsmönnum. Árið eftir mátti sjá auglýsingu í einu Reykjavíkurblaðanna, þar sem fram kom að Mímir ætti ætíð fyrirliggjandi „óáfeng vín“, en ekki er ljóst hvers eðlis þær veigar hafa verið. Um svipað leyti auglýsti fyrirtækið „amerísk eplavín“, punch og portvín.

Árið 1926 hætti Jón Laxdal beinum afskiptum af rekstri verksmiðjunnar en leigði reksturinn Skafta Gunnarssyni, sem stýrt hafði Mími um skeið.

Gosdrykkjaverksmiðjan Sanitas festi kaup á Mími á árinu 1932 og sameinaði framleiðslu sinni.