Lútur
Útlit
Lútur er málmhýdroxíð sem er framleiddur með því að leggja ösku (sem inniheldur mikið af pottösku) í bleyti eða að leysa sterkan basa upp í vatn. Orðið „lútur“ er í rauninni samheiti á vítissóda (natríumhýdroxíði, NaOH). Lútur er meðal annars notaðar í matreiðslu (t.d. í þann norska lútfisk) og til sápuframleiðslu, þrifa og niðurbrots á dýrahræjum.
Lútur er mjög eitrandi og hann þarf því að umgangast með mikilli varúð. Hann getur meðal annars valdið brunasárum, varanlegum meiðslum, örmyndun og blindu. Sé hans neytt getur hann valdið alvarlegum skaða og jafnvel dauða. Þegar lútur er leystur upp í vatn eiga útvermin efnahvörf sér stað og myndast hiti sem getur valdið frekari brunasárum.