Fara í innihald

Lögmál Keplers

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sporbauga tveggja reikistjarna um sólu. f táknar brennipunkta sporbaugana.

Lögmál Keplers eru þrjú lögmál um gang reikistjarnanna um sólu, sett fram af Johannes Kepler snemma 17. öld. Hann leiddi þau út með rannsóknum á gögnum sem Tycho Brahe hafði safnað. Lögmálin eru:

  1. Reikistjörnurnar ganga um sólu eftir sporbaug með sólina í öðrum brennipunktinum.
  2. Tengilína sólar og reikistjörnu fer ávallt yfir jafnstórt flatarmál á jafnlöngum tíma. (Þ.e. reikistjarnan ferðast hraðar þegar hún er nær sólu).
  3. Umferðartími reikistjörnunnar í öðru veldi er í réttu hlutfalli við hálfan langás sporbaugsins í þriðja veldi.().