Fara í innihald

Líflandafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Líflandafræði fæst við rannsóknir á dreifingu líffræðilegs fjölbreytileika í tíma og rúmi. Hún þróaðist út frá þróunarlíffræði á 7. áratugnum. Dreifingu lífvera er oft hægt að skýra með sögulegum þáttum eins og tegundamyndun, útdauða, landreki, ísmyndun og breytingum á sjávarstöðu og árfarvegum auk tiltækrar orku.

Líflandafræði notar gjarnan landfræðileg upplýsingakerfi og stærðfræðilíkön til að skilja og spá fyrir um dreifingu lífvera.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.