Lusitania (skip)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

RMS Lusitania var breskt farþegaskip (skemmtiferðaskip þess tíma) sem var sjósett 7. júní 1906. Lusitaniu var sökkt í fyrri heimsstyrjöldinni við Írlandsstrendur þann 7. maí 1915 af þýskum kafbáti, U-20. 1198 manns létu lífið og varð þessi atburður til þess að mörg ríki snerust gegn Þjóðverjum.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.