Lucio Dalla
Útlit
Lucio Dalla (f. 4. mars 1943, d. 1. mars 2012) var ítalskur söngvari og lagahöfundur frá Bologna. Hann lék bæði einn og með ýmsum hljómsveitum á 7. áratugnum og naut nokkurra vinsælda en sló fyrst verulega í gegn undir lok 8. áratugarins í samstarfi við aðra höfunda á borð við Ron og Francesco De Gregori. Hann er þekktastur fyrir alþjóðlegu poppsmellina „Caruso“ (1986), „Attenti al lupo“ (1990) og „Canzone“ (1996).
Hann samdi lagið „Occhi di ragazza“ sem keppti í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva árið 1970. Lagið var sungið af Gianni Morandi. Lagið fékk 5 atkvæði og lenti í 8. sæti.