Lucio Dalla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lucio Dalla árið 2008.

Lucio Dalla (f. 4. mars 1943, d. 1. mars 2012) var ítalskur söngvari og lagahöfundur frá Bologna. Hann lék bæði einn og með ýmsum hljómsveitum á 7. áratugnum og naut nokkurra vinsælda en sló fyrst verulega í gegn undir lok 8. áratugarins í samstarfi við aðra höfunda á borð við Ron og Francesco De Gregori. Hann er þekktastur fyrir alþjóðlegu poppsmellina „Caruso“ (1986), „Attenti al lupo“ (1990) og „Canzone“ (1996).

Hann samdi lagið „Occhi di ragazza“ sem keppti í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva árið 1970. Lagið var sungið af Gianni Morandi. Lagið fékk 5 atkvæði og lenti í 8. sæti.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.