Luc Abalo
Jump to navigation
Jump to search
Þetta æviágrip sem tengist handknattleik og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Luc Abalo (fæddur 6. september 1984 í Ivry-sur-Seine) er franskur handknattleiksmaður. Hann hefur leikið fyrir franska karlalandsliðið í handknattleik frá árinu 2006. Með franska landsliðinu hefur hann meðal annars unnið til gullverðlauna á sumarólympíuleikunum í Beijing 2008, heimsmeistaramótinu í handknattleik karla árið 2009 og Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla 2010.
Abalo er örvhentur og leikur í hægra horni.
