Lost (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
LOST
UppruniAkureyri
Ár1986-1989 / 2017-núverandi
StefnurPönk
MeðlimirKristján, Rögnvaldur, Pétur Steinar, Sumarliði og Haukur
Fyrri meðlimirÍvar Örn og Sigurjón

Lost er hljómsveit frá Akureyri stofnuð 1986 og starfaði til ársins 1989. Meðlimir voru þeir Kristján Pétur (söngur), Rögnvaldur (bassi), Ívar Örn (trommur) , Sigurjón, Siggi Pönk (gítar) og Jóhann (söngur). Hljómsveitin var dugleg við tónleikahald þrátt fyrir að aðstæður til tónleikahalds á Akureyri væru lakar. Hljómsveitin var síðar endurvakin árið 2017 með smá breytingum. Summi (gítar), Pétur (gítar) og Haukur (trommur) komu í stað Ívars sem var hættur að tromma og Sigga sem var fluttur erlendis.

Áður hafði hljómsveitin komið fram með nýjum meðlimum í tónleikaveislu sem Rögnvaldur hélt í tilefni stórafmælis árið 2015. [1]

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 • Kristján Pétur Sigurðsson, söngur
 • Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson, bassi
 • Ívar Örn Edvardsson, trommur (1986-1989)
 • Sigurjón Baldvinsson, gítar (1986-1989)
 • Jóhann Ásmundsson, söngur
 • Sumarliði Helgason, gítar (2017-)
 • Pétur Steinar Hallgrímsson, gítar (2017-)
 • Haukur Pálmason, trommur (2017-)

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

 • Lost (1989) Kasetta / endurútgefið á CD (2017)
 • Fastir í fegurðinni (2019)
 • Kærkomið kæruleysi (2020)
Lost - Kasetta 1989
A-hlið Lengd B-hlið Lengd
One of these days 2.12 Nýju skórnir keisarans 2.41
Íslaug 1.34 Rokkum og rólum 2.56
Í miklu betra skapi 1.10 Norðanpiltur 3.24
Beinagrindin 2.19 Þyrnirós 2.30
Ostaskeramorðingjarnir 2.08 Hleyptu mér inn 2.21
Myrkrið 2.22 Eyvindur 3.12
Vont að moka boginn 1.45
Freistarinn 3.04

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Græni Hatturinn (apríl 2021). „Lost og Tvö dónaleg haust“. Sótt mars 2022.