Lopezhöfði
Útlit
Lopezhöfði er vestasti oddi Gabon og markar suðurenda Gíneuflóa. Hann er vesturoddi eyjunnar Mandji. Rétt við höfðann er helsta hafnarborg Gabon, Port-Gentil. Viti stendur á höfðanum. Á nesinu sem höfðinn er á stendur líka olíuhreinsistöð sem var reist árið 1967.