Loch Lomond og Trossachs-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning.
Loch Lomond.

Loch Lomond og Trossachs-þjóðgarðurinn (enska: Loch Lomond and The Trossachs National Park, gelíska: Pàirc Nàiseanta Loch Laomainn is nan Tròisichean) er þjóðgarður í Skotlandi sem er umhverfis Loch Lomond-vatn og nágrenni. Hann er fyrsti þjóðgarður landsins og var stofnaður árið 2002. Stærð hans er 1.865 km2 sem gerir hann fjórða stærsta þjóðgarðinn á Bretlandseyjum.

Honum er skipt í 4 hluta: Breadalbane, Loch Lomond, The Trossachs og Argyll Forest Park. 21 tindur er yfir 3000 fet (914 metra), kallaðir Munros. Þekktasta fjallið er Ben Lomond og er vinsælt til göngu. Hæsta fjallið er Ben More (1174 m.) Tæp 16.000 manns búa innan þjóðgarðsins.

Ferðamannastofa og upplýsingar eru við suðurenda Lomond-vatns.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðgarðar í Skotlandi