Litlulaugaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Litlulaugaskóli er grunnskóli á Laugum í Reykjadal en hann sækja nemendur búsettir í Reykjadal. Skólaárið 2006-2007 stunduðu 47 nemendur nám við skólann. Skólinn er rekinn af sveitarfélaginu Þingeyjarsveit en skólastjóri er Baldur Daníelsson. Þingeyjarsveit rekur einnig tónlistarskóla og leikskóla í eins hæðar byggingu við hlið skólans.

Aðstaða[breyta | breyta frumkóða]

Í skólabyggingunni eru 5 kennslustofur en einnig er þar Bókasafn Reykdæla. Skólinn er útbúinn 8 fartölvum ásamt 5 borðtölvum. Íþróttakennsla fer fram í íþróttahúsinu á Laugum sem er í eigu Framhaldsskólans á Laugum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.