Skarfasker
Útlit
(Endurbeint frá Litli-Skarfaklettur)
Skarfasker eða Litli-Skarfaklettur er sker á Viðeyjarsundi í Reykjavík. Utan við það er bauja sem vísar skipum inn fyrir Laugarnes, um sundið inn til Sundahafnar og annað.
Harpa strandar
[breyta | breyta frumkóða]Skerið komst í fréttir 10. september 2005 þegar skemmtibáturinn Harpa lenti á því á mikilli ferð og tvennt fórst. Skipstjóri bátsins og eigandi, Jónas Garðarsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var í kjölfarið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa verið valdur að dauða þeirra með stórfelldri vanrækslu í skipstjórnarstarfi.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða] Þessi landafræðigrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.