Fara í innihald

Litfestir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Indienne-klæði voru máluð eða prentuð með jurtalitum með litfesti.

Litfestir er efnasamband sem er notað til að festa lit í efni, oftast í klæðalitun eins og til dæmis jurtalitun. Litfestirinn myndar girðisamband við litarefnið og festir það þannig við undirlagið. Litfestir er líka notaður í litun lífsýna fyrir rannsóknir með smásjá í vefjafræði og örverufræði.

Algeng efni sem eru notuð til að festa lit eru tannínsýra, oxalsýra, álún, salt og ýmis málmsölt. Litfestirinn er stundum borinn á efnið áður en litarefnið er notað, stundum blandað saman við litarefnið sjálft (til dæmis gallepli blandað í blek) og stundum borinn á eftir á. Litfestirinn sem er notaður getur haft áhrif á endanlegan lit efnisins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.