Litadýpt
Litadýpt[1] er hugtak innan tölvuteiknunar sem vísar til þess hve margir bitar eru notaðir til að tákna lit díls (e. pixel) í punktamynd (mynd sett fram með punktafylki). Því hærri sem litadýptin er því fleiri ólíkir litir. T.d. gefa 4 bitar 16 liti, sem gefur ekki mikinn blæbirgðamun, en nokkuð fínan gráskala ef möguleiki er á að velja þannig („liti“). Og stundum er ekkert val, sama hver litadýptin er, en í mörgum tilvikum er boðið upp það, þ.e. ekki bara númer litar á skjá, fyrir hvern díl, heldur hvað lit hvert númer táknar (og á það þá við um alla díla með sama númeri, sjá dæmi um undantekningu varðandi það fyrir neðan, sem ein tölva bauð upp á).
Að öllu jöfnu er betra að hafa fleiri bita fyrir liti (því t.d. farið yfir 24-bita lit sem í ákveðnum skilningi er samt nóg, og yfirleitt aldrei notað minna núorðið). Ef upplausn er næg er „True color“ (þýddi oftast 16-bita litur) nóg, og í raun gaf 8-bita litur líka mjög góðar ljósmyndir á sýnum tíma með t.d. VGA, og síðan þá er upplausn orðin mun hærri. Í prentun eru yfirleitt notaðir aðeins 4 litir (CMYK) sem dugar fyrir ljósmyndir (sumir betri prentarar hafa þó 8 liti, eða alla 4 í tveimur birtustigum), og af sömu ástæðu væri hægt að komast af með aðeins 3 liti (2-bita lit), rauðan, grænan og bláan, en myndin væri ekki góð nema í mjög hárri upplausn á skjá og/eða úr mikilli fjarlægð (á sama hátt og reitir á skjáborði renna saman í grátt úr fjarlægð).
Fyrir svarthvíta mynd á skjá eru aðeins 8 bitar nóg (jafngilt 24-bit lit, því þar hefur hver af þremur grunnlitunum aðeins 8 bita). Á prenti er yfirlett aðeins notaður einn litur þá, þ.e. svartur, 1-bita, því mjög há upplausn (mun hærri en á skjá, alla vega hér áður fyrr; og halftoning) notuð. Á sama hátt er hægt að fá fram fullkominn gráskala á skjá líka með einum bita ef upplausn er nógu há.
Fyrir hvern einn auka bita tvöfaldast möguleikarnir á litum (eða yfirleitt; þó eru undantekningar, stundum er t.d. einn biti ekki notaður fyrir lit, gæti verið notaður í að tákna t.d. að liturinn blikkar).
Sumar tölvur, t.d. Amiga, gátu komist framhjá litadýpt, þ.e. þar var í grunninn mest 5-bita litur, 32 litir (valdur úr 4096 litum sem tölvan studdi). En með hugbúnaði var hægt að breyta valinu á hvaða 32 litir voru í boði, hafa annað mengi (e. set) af litum t.d. neðar á skjánum. Og í raun með Hold-And-Modify (sem hægði líka mjög á tölvunni) var hægt að nota alla 4096 litina á skjánum, og velja næstum hvern sem er hvar sem er á skjánum (þó ekki alveg frjálst val, svo alvöru 12-bita myndi sýna örlítið betri myndir). Venjulegar PC tölvur réðu ekki við sambærilegt, og voru eftirá þar til alla vega VGA kom fram með 8-bita lit (valið út 16 milljón frjást).
Vísilitur
[breyta | breyta frumkóða]Þegar litadýptin er lág (þ.e. 8-bita eða minna) og grófgerð eru litagildið vanalega ekki látið tákna litinn sjálfan heldur látið vísa í ákveðinn vísi á litakorti[3] eða litavali.[4]
- 1-bita litadýpt (21 = 2 litir) "einlita mynd" (e. monochrome), bakgrunnurinn yfirleitt svartur, og ekkert val um það og "eini" liturinn hvítur, oft ekki val um lit, þó litaskár notaður, en birtist sem t.d. grænn ef notaður einlita-skjár, t.d. svokallaður „grænn skjár“
- 2-bita litadýpt (22 = 4 litir) CGA-litspjald (notað af fyrstu PC tölvunni; ákvenir 4 litir, ekki hver sem er; aðrar tölvur höfðu val um hvaða fjórir)
- 3-bita litadýpt (23 = 8 litir)
- 4-bita litadýpt (24 = 16 litir)
- 5-bita litadýpt (25 = 32 litir)
- 6-bita litadýpt (26 = 64 litir)
- 8-bita litur (28 = 256 litir) VGA-litspjald (valið úr 16 milljón, sumar tölvur með 8-bita eá minna, gáfu ekki val heldur bara ákveðna 256 liti); í sumum tölvum 8-bita gráskala (e. grayscale), t.d. val í VGA.
Í litadýpum yfir 8-bit er yfirleitt alltaf fast mengi (e. set) af ákveðnum litum (sem er ekki mjög takmarkandi, því þeir svo margir, en oftast er vísilitur, e. palette, þ.e. var í boí um mengið fyrir 8-bita og minna, en ekki á öllum tölvum):
- 12-bita litadýpt (212 = 4096 litir, 4-bitar á hver grunnlit, þ.e. 16 af hverjum)
- „High color“ (15/16-bita litadýpt (216 = 65,536 litir, 32,768 ef aðeins 15-bita, þá jafn mikið af hverjum grunnlit eða 5 bitar, 32 litir, ef 16-bita þá 64 grænir)
- 18-bit
- „True color“ (24-bit)
- „Deep color“ (30-, 36-, eða 48-bita litur)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Engar heimildir fundust fyrir þýðingu á þessu hugtaki. Orð er tökuþýðing dregin af enska orðinu color depth (breskur ritháttur: colour depth).
- ↑ Engar heimildir fundust fyrir þýðingu á þessu hugtaki. Orð er tökuþýðing dregin af enska orðinu indexed color (breskur ritháttur: indexed colour), búið til með hliðsjón af vísivistfang (‚indexed address‘) af Orðabanka Íslenskrar Málstöðvar og vísivistfang Geymt 6 mars 2016 í Wayback Machine (‚indexed address‘) af Tölvuorðasafninu.
- ↑ litakort hk. Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine á Tölvuorðasafninu
- ↑ litaval hk. Geymt 6 mars 2016 í Wayback Machine á Tölvuorðasafninu